Skip to main content Search


Revit og landslagshönnun

Þetta námskeið veitir þér innsýn í "BIM-heiminn" með Revit fyrir arkitekta og hönnuði landslags. Þú lærir að setja saman parametrískt 3D-líkan frá grunni þar sem helstu aðgerðir í Revit koma við sögu. Námskeiðið veitir þátttakendum breiðan skilning á undirstöðureglum og virkni Revit.

Markmið og tilhögun

Að þátttakendur öðlist góða og staðfesta þekkingu á Revit fyrir landslagshönnun í þrívídd.

Námskeiðispakkinn er þrískiptur. Fyrst er grunnnámskeið á Revit Architcture og í kjölfarið tvö vefkennslunámskeið Revit Terrain og Environment for Revit. Ef þátttakandi getur staðfest góða þekkingu á Revit þá getur hann sleppt grunnnámskeiðinu og stokkið beint á framhaldsnámskeiðin.

Á Revit Architecture námskeiðinu verður "teiknað" módel af skrifstofubyggingu á þremur hæðum. Helstu þáttum gerð góð skil frá fyrstu drögum til afhendingar teikninga og módels. Öflugur grunnur fyrir hönnuði, arkitekta, byggingafræðinga, tækniteiknara ofl.. Um 90% af grunnnámskeiðinu er vel viðeignandi fyrir landslagsarkitekta. 

  • Kynning á BIM
  • Líkanagerð á 3D-líkani í mismunandi miklum smáatriðum
  • Uppsetning á deilum, sniðum, útlit og sjónarhornum (e. perspectives)
  • Áætlanir, magntökur ofl.
  • Uppsetning til að prentunar

Sjá nánari upplýsingar um Revit grunnámskeiðið hér.

Kennsla fer fram í kennslustofu í Kópavogi og kennt á íslensku en námsefni á ensku.

Eftir námskeiðið munu þátttakendur vera vel í stakk búnir til að fara af stað með almenn verkefni í Revit.

Revit Terrain námskeiðið sem er 2x ½ dagur í vefkennslu veitir innsýn í notkun á möguleikum Revit til að vinna með landslag í 2D og 3D. Byrjað er með svæðisskipulag frá AutoCAD, sem er notað til að búa til þrívíddarlandslag í Revit. Þetta landsvæði er „cultivated and regulated” en jafnframt er litið til magns til uppfyllingar og efnistöku. Settur er malarpúði í landið og farið í byggingarframkvæmdir. Landslagið er skjalfest með beygjum, hæðum, deililínum, vísbendingum um halla o.fl. Námskeiðið er sambland af fræðilegri yfirferð og verklegum æfingum.

Námsefni verður lagt fram á námskeiðinu til að styðja við kennsluna og til afnota eftir að námskeiði lýkur.

Kennsla fer fram á ensku og námsefni á ensku.

Environment for Revit námskeið sem er 2x ½ dagur í vefkennslu byggir á verklegum æfingum í notkun og á möguleikum Environment for Revit. Sex tímar af áhrifaríkri þjálfun unnið með námsefni frá Arch Intelligence*

Kennsla fer fram á ensku og námsefni á ensku.

*Arch Intelligence er eigandi Environment for Revit. NTI er þjónustu- og endursöluaðili Environment for Revit. Heimasíða Arch Intelligence

Þátttakendur námskeiðs fá:

  • Léttar veitingar í pásum og kaffi/te (Revit Architecture)
  • Aðgang að tölvu með öllum nauðsynlegum hugbúnaði (VPN/Citrix)
  • Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
  • Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.

Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:

  • Námsefni á stafrænu formi.
  • Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
  • Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
  • Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.
  • Þátttakendur geta bæta við Global e-learning áskrift á sérkjörum.

Praktískar upplýsingar

Dagsetningar:
Revit Architecture: Mars og apríl
Revit Terrain: 17. og 18. apríl milli kl. 08:30-12:00
Environment for Revit: 29. og 30. apríl milli kl. 08:30-12:00

Staðsetning: 
Revit Architecture: Skrifstofa NTI, Ármúla 8, 108 Reykjavík.
Revit Terrain: Online, fundarboð verður sent til þátttakenda.
Environment for Revit: Online, fundarboð verður sent til þátttakenda.

Verð, Revit Landscape heildarpakkinn:
Kr. 300.900,-

Revit Architecture:
kr. 218.000,-
Revit Terrain:
kr. 68.000,-
Environment for Revit:
kr. 68.000,-

  • Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
  • Styrkir: Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
  • Allt námsefni á ensku.

Taka frá sæti eða skráning á námskeið hér!

Verum í góðu sambandi :-)

Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202