Skip to main content Search

Við byggjum framtíðina með þér

NTI hefur verið virkt innan byggingariðnaðarins frá tímum pappírsteikninga yfir í CAD og nú BIM. Við búum yfir djúpri þekkingu og reynslu af umfangsmiklum byggingarverkefnum og styðjum viðskiptavini okkar, stóra og smáa, í þróun á öruggri og skilvirkri áætlunar- og mannvirkjagerð.

 

 

Tækniþróun innan byggingariðnaðarins er afar ör og veitir sífellt nýja möguleika í hönnun, gagnameðferð og myndbirtingu á lifandi líkönum. Við höfum margra ára reynslu og umfangsmikla þekkingu á þróun innan byggingariðnaðarins, sem gerir okkur að traustum samstarfsaðila og ráðgjafa á þessu sviði.

Við störfum náið með viðskiptavinum okkar og erum með sérfræðinga á öllum sviðum byggingariðnaðarins. Við styðjum mörg fyrirtæki við að ná tökum á og þróast innan BIM (Building Information Modelling) og þá sérstaklega við að finna og þróa hentugustu lausnirnar fyrir skilvirkar vinnuaðferðir.

Hjá okkur færðu rétta ráðgjöf, þekkingu og hugbúnað til að ná markmiðum þínum. Þér er velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar til að heyra enn meira um hvað við getum gert fyrir þig. Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið.

Hraður vöxtur innan byggingariðnaðarins er okkur mikil áskorun

Vöxtur í byggingarframkvæmdum er aftur kominn í hæstu hæðir, sem er mikil áskorun í mannvirkjagerð þegar kemur að framleiðni. Ein af aðferðum til að skila meira byggingamagni með sama eða minna vinnuframlagi er STAFVÆÐING á aðferðum, verkferlum og samstarfsháttum. NTI er í fremstu röð í þessari þróun og hefur um langa hríð einblínt á hvernig megi þróa lausnir sem tryggja enn frekari stafvæðingu með notkun annarrar kynslóðar BIM-verkfæra. NTI vinnur jafnframt með nýjustu þróun þegar kemur að mótun mannvirkjalíkana með stikaðri aðferð (parametric method), sem og snjallhönnun sem ber nafnið Computational & Generative Design, en í henni fer gervigreind nú að vera hluti af tækninni við líkanasmíði. Hafðu samband við NTI og fáðu frekari upplýsingar!

Lars Kanneworff

Sales Director, NTI Group

Vörur og þjónusta

Lausnir og hugtök

Við bjóðum aðeins uppá lausnir sérsniðnar að þínum þörfum. Það er markmiðið okkar að veita þér lausn sem auðveldar lífið, eykur skilvirkni og gefur fyrirtækinu þínu betri niðurstöður. Vinsamlegast athugaðu að þú verður sendur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Vörur

Með alla eignamöppu Autodesk, sem og okkar eigin kerfi þróuð innanhúss, getur þú verið viss um að við höfum allt sem til þarf til að straumlínulaga viðskiptin þín. Vinsamlegast athugaðu að þú verður sendur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Námskeið

Hvort sem þú ert byrjandi eða sérfræðingur, hefur þú vafalaust eitthvað uppúr krafsinu af þekkingunni okkar. Með meira en 30 ára reynslu í að gera notendur hæfa og áhrifaríka, höfum við námskeiðið sem gerir þig betri í því sem þú ert þegar góður í. Vinsamlegast athugaðu að þú verður sendur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Umsagnir

Ertu forivitin/n að vita hvernig það er að vinna með okkur? Hér getur þú séð hvað viðskiptavinir okkar hugsa. Vinsamlegast athugaðu að þú verður send/ur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Verum í góðu sambandi.

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202