Skip to main content Search

Öruggar lausnir fyrir hönnun og framleiðslu framtíðar

Við bjóðum lausnir sem eru í senn framtíðarmiðaðar og sjálfbærar, hvort sem er á sviði hönnunar, vöruþróunar eða iðnaðar. Við höfum margra ára reynslu og þekkjum vel þær áskoranir og möguleika innan þessa sviðs en einnig hvernig nýta má þær á sem hagkvæmastan hátt í þágu viðskiptavina okkar.

Við höfum verið á þessu starfssviði frá tímum 2D-CAD yfir í 3D og nú Industri 4.0. Við erum í dag í fremsta flokki þegar kemur að ráðgjöf og verkkunnáttu fyrir virðisskapandi verkferla innan hönnunar, iðnaðar og nýsköpunar í vöruþróun. Óháð því hvaða verkþátt fyrirtækið þitt tekur að sér eða hversu flókin hönnunarvinnan virðist vera, þá getum við í sameiningu þróað öruggar starfsaðferðir fyrir hönnun, myndbirtingu og tölvuhermun sem lækka kostnaðinn og stytta rennslistíma í hönnunar- og byggingarfasanum.

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og hugsum í langtíma lausnum. Þannig aðstoðum við í dag mörg fyrirtæki við að skipta yfir í PLM (Product Lifecycle Management).

Hjá okkur færðu rétta ráðgjöf, þekkingu og hugbúnað til að ná markmiðum þínum. Hafðu samband við ráðgjafa hjá okkar og fáðu upplýsingar um hvað við getum gert fyrir þig.

Í Danmörku eru nú fleiri frumkvöðlar en hafa nokkurn tímann verið...

...í raun erum við sennilega frumkvöðlaland á þó nokkrum sviðum. Í heimi þar sem stafvæðing verður æ mikilvægari, verða framsækin fyrirtæki að veðja á og fjárfesta í nýjustu tækni en um leið þróa hæfni sína til að standast viðskiptamarkmið sín. Þetta setur gríðarlegar kröfur á vilja okkar til breytinga, á nálgun okkar á nútímatækni og á hugmyndir okkar um hvernig á að skapa vörur. Lyklarnir að velgengni eru rétt verkfæri, réttar vinnuaðferðir og símenntun, en með þessu getum við tryggt að við séum sjálf hluti af þróuninni og getum gripið þau tækifæri sem nýja tæknin skapar okkur.

PER DISSING-LARSEN

DEILDARSTJÓRI, INDUSTRI

Vörur og þjónusta

Lausnir og hugtök

Við bjóðum aðeins uppá lausnir sérsniðnar að þínum þörfum. Það er markmiðið okkar að veita þér lausn sem auðveldar lífið, eykur skilvirkni og gefur fyrirtækinu þínu betri niðurstöður. Vinsamlegast athugaðu að þú verður sendur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Vörur

Með alla eignamöppu Autodesk, sem og okkar eigin kerfi þróuð innanhúss, getur þú verið viss um að við höfum allt sem til þarf til að straumlínulaga viðskiptin þín. Vinsamlegast athugaðu að þú verður sendur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Námskeið

Hvort sem þú ert byrjandi eða sérfræðingur, hefur þú vafalaust eitthvað uppúr krafsinu af þekkingunni okkar. Með meira en 30 ára reynslu í að gera notendur hæfa og áhrifaríka, höfum við námskeiðið sem gerir þig betri í því sem þú ert þegar góður í. Vinsamlegast athugaðu að þú verður sendur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Umsagnir

Ertu forivitin/n að vita hvernig það er að vinna með okkur? Hér getur þú séð hvað viðskiptavinir okkar hugsa. Vinsamlegast athugaðu að þú verður send/ur á dönsku síðuna okkar.

Lestu meira hér

Verum í góðu sambandi.

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202