Skip to main content Search

Saga NTI

Við þróum og afhendum lausnir fyrir hátækni umhverfi í framkvæmdum, hönnun, iðnaði og vöruþróun. Með 70 ára reynslu, búum við yfir sterkri þekkingu og höfum ávallt verið leiðandi í tæknilegri þróun.

NTI hefur síðan 1945, þegar við byrjuðum litla framleiðslu á teikniborðum, verið í stöðugri þróun. Við tókum snemma skrefið í hinn stafræna heim þegar teikniforrit litu dagsins ljós á áttunda áratuginum. Tveir hlutir hafa mótað NTI á þessari vegferð: á aðra höndina er það sameiginlegur fókus á mannvirkjagerð og framleiðsluiðnaðinn, og á hina höndina að við höfum ávallt verið fær um að aðstoða vörurnar sem við seljum. 

NTI er í dag einn af leiðandi birgjum Norðurlandanna af heildarlausnum í stafrænni gagnastjórnun fyrirtækja í mannvirkjagerð og framleiðslu. Við vinnum til langs tíma litið og í nánu samstarfi með viðskiptavinum okkar til að skila sem bestri lausn. 

Náðu í skjal um NTI hér (á dönsku)

NTI útibú á Íslandi

Í byrjun árs 2018 opnaði NTI útibú á Íslandi. NTI er meðal umsvifamestu ráðgjafafyrirtækjum í Evrópu, á sviði hugbúnaðar og upplýsingatækni, sem gagnast bygginga-, mannvirkja-, framleiðsluiðnaðinum og skemmtiiðnaðinum. Við hjá NTI veitum viðskiptavinum áreiðanlega ráðgjöf og þjónustu fyrir BIM, CAD, CAM, GIS ofl. á sviðið hönnunar og tækni.

Við Íslendingar höfum sýnt og sannað kraftinn sem býr í okkur…

… og erum á fremsta bekk með tækninýjungar sem nýtast víðsvegar um heiminn. Við höfum tamið orku í jörðu, byggt vatnsfallsvirkjanir á óstöðugri kviku, sigrað Atlandshafið með tækninýjungum til fiskveiða, sannað okkur sem frumkvöðlar í sjálfvirkni í matvælavinnslu í landi og á sjó, sett okkur á stall sem leiðandi í stoðtækjum og lengi má halda áfram.

Í heimi þar sem stafræn miðlun (e. digitisation) er mikilvægari með hverri mínútunni verða fyrirtæki að fjárfesta og veðja á nýja tækni, aðlagast hratt og vera í stöðugri þróun til að halda í við alþjóðamarkaðinn. Það eru miklar kröfur lagðar eru á okkar herðar. Við verðum að vera fljót að aðlagast nýjustu tækni hvernig við hönnum, framleiðum og bætum vörur. Lykill að velgengninni eru réttu verkfærin, vinnuaðferðir og stöðug þjálfun sem tryggir að við aðlögumst fljótt, erum tilbúin að -grípa tækifærið þegar færið gefst. Tíminn er núna, við hjá NTI eru tilbúin.

NTI - fljúgandi start!

NTI kom eins og ferskur vindur til landsins. Kröfur markaðarins kalla eftir að fyrirtæki sem hafa sterkt og fjölbreytt bakland sérfræðinga, ráðgjafa og víðtæka reynslu séu til staðar þegar á reynir. NTI hefur allt þetta fram að færa með yfir 600 starfsmenn víðsvegar um Evrópu. Námskeið hafa fengið góða einkunn fyrir fagleg vinnubrögð og innihald. NTI TOOLS hafa slegið í gegn þar sem mottóið er „work smart not hard“, NTI hotline fengið hrós fyrir skjót svör og fagleg vinnubrögð.

Þann 12. apríl 2018 hélt NTI sína fyrstu ráðstefnu á Íslandi. Ágæt mæting og var dagskráin var stútfull af áhugaverðu efni, þátttakan eftir því. Megin þema dagsins var kynning á NTI sem er þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki, hver staða mannvirkjaiðnaðarins í dag, hversu mikilvægt það er bæta verkferla, auka við flæði gagna, tryggja öryggi og framlegð verkefna. Fyrirlesarar komu víða að sem öll fylgdu þema dagsins eftir; Kenneth frá NTI með kynningu á NTI, Jonas Kramer frá Autodesk ræddi um BIM 360, Rut og Ragnar frá Verkís um samvinnu milli fagsviða óháð fyrirtækjum og löndum, Peter frá NTI um NTI TOOLS, Guðni frá FSR um stefnumótun FSR og BIM Ísland, Jogvan frá iBinder. Þétt dagskrá, gott flæði og heilmikið kjöt á beinunum.

Við lifum á spennandi tímum

Fjórða iðnbyltingin er lent hér á landi. Stafræn miðlun þe. skýþjónustur… nýjustu gögn uppfærð, alltaf, alls staðar. Sjálfvirkni með vélmennum stórum og smáum, drónar, laser 3d skönnun 3d prentun og fleira. Stóraukin krafan um beintengingu við hönnun frá fyrstu hugmynd og til kaupenda með bættri hagræðingu, framlegð, styttri afhendingartíma og umhverfisvitund hefur sjaldan verið meiri. Ný kynslóð hönnunar, framleiðslu og framkvæmda er svo sannarlega komin. Ef við tökum ekki þátt þá verðum við skilin eftir.

Þess vegna hefur NTI fjárfest heilmikið í þróunarvinnu til að styrkja þig í starfi og fyrirtækið þitt. Við erum tilbúin að miðla þekkingu og efla viðskiptaþróun fyrirtækis þíns með því að skilgreina þörfina og hagræða með árangursríkum vinnuaðferðum.

Verum í góðu sambandi, Árni Guðmundur og NTI.