Skip to main content Search

NTI FOR REVIT

Frá 3D yfir í BIM

Lestu um nýjustu útgáfuna hér


Af hverju NTI FOR REVIT?

NTI FOR REVIT er viðbót fyrir Revit, sem auðveldar vinnuferlið, bestar gagnagæðin og sparar þér tíma. Þetta er lausn fyrir flestar áskoranir.

Hér höfum við app sem stenst ákveðnar kröfur í byggingariðnaðinum, t.d. flokkun, nöfnun, gögn um eign, byggingarhluti og margt fleira. 

Útflutningur gagna og prentun

Sparaðu tímabirtu og fluttu út líkön og teikningar á t.d. PDF, DWG, IFC, og SAT-sniðin

Yfirlit

Skapaðu samhengi í verkefninu með því að safna saman gögnum í breytunum og fáðu út samræmdari líkön

Samvinna

Upplifðu hnökralausa samvinnu í líkönum með athugasemdartólum sem tryggir að villur séu lagaðar.

Gæðatrygging

Bættu gagnagæði með aukinni sjálfvirkni og fáðu skilvirkari gæðatryggingu 

NIRAS nota NTI FOR REVIT...

Með því að nota “Masses”, “Element Relations” og “Parameter Copy” höfum við búið til verkefni, sem skrifar staðarkóða fyrir allar hurðir og herbergi. Það er mjög verðmætt í stórum byggingum, og nú er hægt að uppfæra það á innan við mínútu. Þetta skapar verðmæti fyrir alla aðila, bæti á meðan á hönnun stendur og eftirá.

Jette Bakgaard Stolberg

Yfirráðgjafi, BIM FAGANSVARLIG

Fimm mikilvægastu eiginleikarnir

Sparaðu tíma við birtingar

Þessi auðvelda leið til að prenta og flytja út (e. export), straumlínulagar vinnuna þína og greiðir fyrir samvinnu með fólki utan fyrirtækisins. Með eiginleikanum “Publish PDF” og “Publish DWG” er það fljótlegt og auðvelt að búa til PDF skjöl af einni eða fleiri teikningum. Þú ákveður hvaða breytur þú vilt hafa í nöfnum, og NTI FOR REVIT mun þá sjálfkrafa skilgreina blaðastærðina.

Búðu til strúktúr í verkefninu

Fjölhæft tól sem býr til strúktúr og rauðan þráð í gegnum gögnin í verkefninu. Með „Parameter Copy“ er mögulegt að afrita breytur og sameina nokkrar í einni breytu, og þannig helst skipulagið á gögnunum þínum í líkaninu. Til dæmis getur þú niðurhalað upplýsingum um vefþjón, verkefni eða rými og bætt þeim við viðeigandi hlut. „Parameter Copy“ er tækifæri til að hnoðast með upplýsingar á einfaldan og áhrifaríkan hátt.

Finndu auðveldlega rétta hlutinn

Stöðugt er verið að bæta og breyta líkaninu í daglegri vinnu. Með Find & Select getur þú leitað í líkaninu og hlutir verið sóttir með því að velja flokka, íhlutasöfn (e. families), gerð og sérhæfðaar síur á gerð og breytum. Þú getur leitað í "active view", völdum hlutum eða í öllu líkaninu.

Yfirsýn af mælikvarða

Fáðu snögga yfirlitsmynd af mælikvörðum í líkönunum þínum. “Update Scale” virknin leyfir þér að sjá mælikvarðan af teiknistikunni, jafnvel þegar það eru margir mælikvarðar eru þegar í teikningunni (þar sem Autodesk Revit myndi einfaldlega birta “As indicated”). Breytan er dregin yfir í lista og birt svo að þú hafir ákjósanlegstu sýnina.

Einföld yfirsýn af íhlutasafninu (e. object library)

“Content Library” tólið veitir fullkomna yfirsýn af hlutasafninu án þess að þurfa að flytja inn “families” í líkanið. Þetta þýðir að þú færð yfirsýn af og aðgang að öllum “families” lóðbeint í “Content Library”. Þetta sparar þér tíma þegar þú leitar að réttum hlutum og svo lágmarkar þetta líka skáarstærð verkefnisins þíns. Þar að auki munt þú geta búið til þitt eigið staðbundna safn og með smá hjálp frá ráðgjafa, er hægt að búa til safn byggt á gagnagrunni sem hægt er að deila með öðrum notendnum.

C.F. Møller segir...

Margir hafa upplifað aha-augnablik þegar þeir uppgvöta skyndilega hvernig NTI FOR REVIT getur einfaldað vinnuna þeirra í Revit til muna og sparað þeim helling tíma sem annars færi í þreytandi verk.

NICOLAI GIVSKOV POULSEN

BIM Stjóri

NTI FOR REVIT í smáatriðum?

Horfðu á eftirfarandi vefnámskeið til innsýn inní NTI FOR REVIT. 

attention icon

Þetta myndband er ekki aðgengilegt

Þú hefur ekki samþykkt vefkökur (e. Cookies) fyrir markaðupplýsingasöfnun og færð því ekki aðgang að Youtube myndbandinu.

Uppfærðu samþykki þitt hér – í kjölfarið skaltu endurhlaða síðuna

Forvitin/n að vita meira?