Skip to main content Search

Verktaki

Construction

BIM (Building Information Modeling) -lausnir fyrir mannvirkjagerð veita öllum aðilum verkefnisins nákvæma, skiljanlega og aðgerðamiðaða innsýn gegnum allt byggingarferlið.

Í byggingarverkefnum fer mest öll vinnan fram á byggingarsvæðinu sjálfu, enda er það hér sem mestur kostnaður myndast. Jafnframt er það í sambandi við starfsemi á byggingarsvæðinu sem við getum haft mest áhrif með því að nota nýjustu stafrænu lausnirnar.

Fari stærsti hluti af vinnu þinni fram á byggingarsvæðum, eða sért þú með starfsemi þar í einhverju formi, þá getur þú fundið stafrænar lausnir og sérfræðiþekkingu hjá okkur sem gæti gert vinnudaginn þinn fyrirsjáanlegri og hagkvæmari.

Æ fleiri stór og smá byggingarverkefni eru núorðið alstafræn, sem þýðir að allt byggingarsvæðið er orðið pappírslaust. Reynslan af þessum verkefnum er gríðarlegur tíma- og peningasparnaður.

Tímafrekur verkþáttur hjá mörgum verktökum er að koma rekstrar- og viðhaldsgögnum til verkkaupa. Þetta getur verið sérstaklega mikil áskorun ef kröfur og aðferðir í verkefninu eru nýjar. Eins fer þessi verkþáttur oft fram undir mikilli tímapressu við lok verkefnis, og oftar en ekki er erfitt að útvega allar nauðsynlegar upplýsingar. NTI getur veitt mikla aðstoð með verkfærum og ráðgjöf til að auðvelda og stytta þennan verkþátt.

Sífellt fleiri byggingaraðilar fara nú fram á að fá stafrænar lausnir fyrir  byggingarsvæðið - einnig fyrir minniháttar verkefni. Þetta er þróun sem á aðeins eftir að aukast á komandi árum og hjá NTI höfum við því beint aukinni athygli að öllum aðilum sem tengjast byggingarstiginu og mætt miklum áhuga og eftirspurn eftir lausnum okkar, ráðgjöf og námskeiðum. Ráðgjafar okkar eru sjálfir með reynslu frá byggingarframkvæmdum, en jafnframt bjóðum við sérþekkingu á sviðum eins og VDC (Virtual Design and Construction) og áætlanagerð.

Þarft þú að skipuleggja og stofna nýtt byggingarverkefni? Hafðu samband við okkur! Við getum aðstoðað við að tryggja rétt val - gegnum allt ferlið - og þú átt eftir að spara bæði tíma og kostnað.

Fyrirtækið hefur dafnað af því við vinnum af fagmennsku

- og af því að okkur hefur tekist að vinna með sömu traustu viðskiptavinina um langt árabil. Um leið leggjum við ofuráherslu á að fá til okkar hárrétta starfsfólkið, en þetta hefur haft í för með sér að „neðsta þrepið“ hjá okkur er gífurlega hátt. Einnig hefur það haft í för með sér að við höfum náð verulega góðum árangri á faglega sviðinu með því að nýta okkur háþróuðu tæknina í Revit og grunnmöguleikana í nýjum verkfærum eins og NTI TOOLS og NTI CONNECT. Þessi forrit hafa þegar sannað verðgildi sitt en eiga eftir að verða enn öflugri verkfæri fyrir okkur á næstkomandi árum. EMIL EDVARDSEN BIM MANAGER – INGENIØR‘NE

Emil Edvardsen

BIM Manager - INGENIØR'NE

Wanna know more?

Related BIM-products

We offer relevant software and solutions that supports the BIM-process in your entire organization. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

This is how our customers use BIM daily

Read the stories from our customers who succeeded in utilizing and adapting BIM-solutions to their business and its exact needs. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

Find the course that suits your needs

We have different formats for different profiles. No matter how experienced or competent you are, we offer courses at multiple levels in the specific software you work in. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

Verum í góðu sambandi

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202