Skip to main content Search

Að byggja með BIM

Construction

Oft er sagt „góð verkfæri er hálf vinnan.“ Þetta viðhorf á einnig við þegar kemur að áætlanagerð fyrir byggingu mannvirkja þó svo það sé margt annað sem hefur áhrif á afkastagetu í áætlunargerð og gæði lokaafurðar.

Oft koma fram kröfur um breytingar á upphaflegri áætlunargerð þar sem farið er fram á að fá tölvugert líkan með byggingarfræðilegum upplýsingum í stað teikninga og útreikninga. Þar af leiðandi eru BIM og openBIM núorðið frekar reglan en undantekningin.

Í dag er hægt að tengja byggingarlíkanið, þar sem notaðar eru greiningarlínur, beint við áætlunargerðarlíkanið. Þetta þýðir að nú megi á augabragði enduráætla hagræðingar í hönnun og um leið bæta BIM-líkanið. Við notumst við parametríska byggingaraðferð í Dynamo, þannig að breyta megi líkani í heild sinni með því að breyta gildi í einni töflu sem uppfærist þaðan á allar áætlanir og einnig á sjálft líkanið

Í byggingariðnaðinum kemur byggingarlíkanið oftast frá arkitekt, en í dag getum við notað þetta líkan beint þegar gera þarf áætlanir (gegnum EUROCODES með þjóðarviðaukum) og getum því næst fært byggingar úr t.d. Robot Structual Analytics yfir í Revit.

Í okkar lausnum innan mannvirkjagerðar getum við aðstoðað gegnum allt byggingarferlið - alveg fram að skilum á magnlistum yfir stál, steypu, steypustyrktarjárn, klæðningu og timbur. Við notumst við aðferðir þar sem steypt er á staðnum en jafnframt við forsteyptar einingar.

Við bjóðum einnig okkar eigin lausnir sem auðvelda vinnu við áætlanagerð sem og samstarf og gagnastreymi í byggingarverkefnum. Auk eigin lausna bjóðum við nýjustu tækni frá Autodesk og öðrum lykilbirgjum sem stöðugt laga afurðir sínar að þörfum mismunandi verkefna fyrir skilvirka samvinnu, samskipti og gagnasöfnun.

Við viljum gjarnan ræða þessa þætti við þig, hvort sem þú hefur tekið að þér verkefni sem inniheldur áður óþekktar kröfur eða að þig langar einfaldlega að vera í fararbroddi og bjóða nútímalega lokaafurð. Auk ráðgjafar bjóðum við að sjálfsögðu nauðsynleg verkfæri.

Sífellt auðveldara verður að móta 3D-stállíkön með nákvæmum hnútpunktum, en háþróuðu greiningarverkfæri og verkfæri fyrir IFC, ásamt árekstrarstjórn eru innbyggð í hugbúnaðarpökkunum.

Hafðu endilega samband við okkur og við ræðum óskir þínar og áskoranir. Við finnum sameiginlega bestu lausnirnar fyrir einmitt þín verkefni!

Wanna know more?

Related BIM-products

We offer relevant software and solutions that supports the BIM-process in your entire organization. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

This is how our customers use BIM daily

Read the stories from our customers who succeeded in utilizing and adapting BIM-solutions to their business and its exact needs. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

Find the course that suits your needs

We have different formats for different profiles. No matter how experienced or competent you are, we offer courses at multiple levels in the specific software you work in. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

Any questions?

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202