Skip to main content Search

Arkitektúr

Construction

Building Information Modelling (BIM)-lausnir fyrir mannvirkjagerð veita öllum aðilum verkefnisins nákvæma, skiljanlega og aðgerðamiðaða innsýn í gegnum allt byggingarferlið.

Áskoranir arkitekta vaxa í takt við fjölda nýrra krafna viðskiptavina og samstarfsaðila, en þar er BIM orðin stöðluð vinnsluaðferð í mannvirkjagerð.

  • Verkefnin verða æ flóknari, en samt vex krafan um styttri framkvæmdartíma og færri galla.
  • Umhverfiskröfur og ýmsar vottanir á mannvirkjum skapa enn nýjar kröfur fyrir BIM-ferlið í heild sinni.
  • 4D og 5D-greiningar krefjast BIM-líkana í háum gæðum.
  • Viðskiptavinir fara í vaxandi mæli fram á ítarlega myndræna kynningu á mannvirkjum áður en kemur að byggingu þeirra og þar að auki tryggingu fyrir hagstæðustu útkomu.

Góð byggingarlist er ekki endilega háð hugbúnaði, en við lifum í heimi sem er í sífelldri breytingu þar sem stafvæðing á sér stað á svo til öllum sviðum. Það er m.a. hér sem NTI getur aðstoðað. BIM og openBIM eru í dag frekar reglan en undantekningin og kröfur verkkaupa verða æ nákvæmari.

Margir vilja geta séð um framkvæmd byggingar samkvæmt dýnamísku líkani á grundvelli „as-built BIM“ og „lifecycle BIM“. Um leið óskar verkkaupi eftir gegnsæu ferli og stöðugum aðgangi að líkaninu í hverju verkefni. Í slíku umhverfi verður stafrænt vöruúrval sífellt mikilvægara til að geta uppfyllt kröfur verkkaupa varðandi upplýsingar.

Jákvætt samspil og samstarf milli verkkaupa og arkitekts snemma í ferlinu getur bætt gæði mannvirkisins og stuðlað að betri lausnum. 

Gott samspil, góð ferli og gagnastreymi eru því einnig mikilvægur hluti af undirstöðunni fyrir velheppnaðri byggingarlist, séð frá sjónarhorni verkkaupa.

Hlutverk og staða arkitekts er afar mikilvægur þáttur á sviði sem er háð stöðugum breytingum. Í mörgum tilfellum mun arkitektinn geta - í samvinnu við verkkaupa - haft áhrif á val á samstarfslausnum, en einnig á kröfurnar varðandi endanlegt afsal á stafrænum teikningum frá höfundi áætlunargerðar til verkkaupa. Arkitektar okkar og byggingartæknilegir ráðgjafar vilja gjarnan eiga samtal við þig, hvort sem þú ert að fást við verkefni með áður óþekktum kröfum eða að þig langar einfaldlega til að vera í fararbroddi þegar kemur að nýtingu stafrænna miðla. NTI veitir aðstoð við framleiðslu á enn nútímalegri stafrænni lokaafurð.

Wanna know more?

Related BIM-products

We offer relevant software and solutions that supports the BIM-process in your entire organization. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

This is how our customers use BIM daily

Read the stories from our customers who succeeded in utilizing and adapting BIM-solutions to their business and its exact needs. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

Find the course that suits your needs

We have different formats for different profiles. No matter how experienced or competent you are, we offer courses at multiple levels in the specific software you work in. Please note that you will be transferred to a DK site.

Read more

Contact

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202