Skip to main content Search

 

Grunnnámskeið á AutoCAD Map 3D

Þetta grunnnámskeið er aðallega ætlað þeim sem vinna með bæði GIS gögn og CAD teikningar og vilja brúa bilið milli þessara tveggja heima.
Námskeiðið hefur verið staðfært fyrir Ísland.

Markmið

Að námskeiði loknu mun nemandinn geta notað verkfæri í AutoCAD Map 3D til úrvinnslu GIS gagna og undirbúið ýmsar leitir í grunnkortum auk þess að búa til samtengingu á milli GIS gagna, CAD teikninga og kortavefa.

Þetta grunnnám er fyrst og fremst ætlað þeim sem vinna með landupplýsingar þe. bæði með GIS gögn og CAD teikningar. Fyrir alla sem vilja afla sér þekkingar á því hvernig hægt er að byggja brú á milli þessara tveggja heima. Á námskeiðinu lærir þátttakandinn að safna, meðhöndla og miðla GIS og CAD gögnum innan eigin skipulags, einnig til að byggja upp grunn fyrir byggingarverkefni, hönnunarverkefni, upplýsingamiðlun o.fl. viðeigandi. Auk þess öðlast nemandinn grunnþekkingu á notkun hluta og hugsanlegra hlutagagna í AutoCAD Map 3D, uppbygging á fyrirspurnum, skýrslum eða framleiðslu þemakorta með bæði GIS og CAD gögn. Námskeiðið er verkefnamiðað, styrkt með fræðilegu efni og raungögnum.

  • Kynning á AutoCAD Map 3D
  • Workspaces, Ribbon, Toolspace
  • Hnitakerfi
  • Teikningar í hnitakerfum
  • Gögn hluta í teikningum og töflum
  • Búa til ný gögn í hlutum
  • Gögn hluta í gagnagrunnum
  • Tenging við gagnagrunna
  • Geymsla gagna í gagnagrunnum
  • Gögn hluta í utanaðkomandi gagnagrunnum
  • Leit af gögnum í hlutum
  • Inn- og útflutningur gagna
  • Grannfræðileg og landfræðileg gögn
  • Polygon topology
  • Tenging við GIS gögn og önnur kerfi

Forkröfur

Þekking á AutoCAD eða CAD hugbúnaði er æskileg. Ef nemandinn hefur enga þekkingu á CAD hugbúnaði er mælt með að hann sitji AutoCAD grunnnámskeiðið fyrst.

Þátttakendur námskeiðs fá:

  • Hádegismat, hressingar í pásum og kaffi/te.
  • Aðgang að tölvu með öllum nauðsynlegum hugbúnaði
  • Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
  • Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.

Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:

  • Námsefni á stafrænu formi.
  • Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
  • Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
  • Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.

Praktískar upplýsingar

Dagsetning:30. september og 1. október 2024. Skráning stendur yfir!

Lengd: 1 og 1/2 dagur, kl. 9:00-16:00 og kl. 9:00-12:00

Staðsetning: Skrifstofa NTI, Ármúla 8, 108 Reykjavík.

Verð: kr. 138.000,-

  • Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
  • Styrkir: Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
  • Námsefni á ensku en kennsla á íslensku.

course-500x375.jpg

Taka frá sæti eða skráning á námskeið hér!

Verum í góðu sambandi

Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202